Spánverjar syrgja nautabana

Ivan Fandino er hann var stunginn af nautinu í gær.
Ivan Fandino er hann var stunginn af nautinu í gær. AFP

Spænska konungsfjölskyldan, stjórnmálamenn og samfélag nautabana á Spáni syrgja nautabanann Ivan Fandino, sem var stunginn til bana af nauti í Frakklandi í gær.

Frétt mbl.is: Nautabani stunginn til bana

Fréttir af dauða Fandino, sem var 36 ára, voru á forsíðu fjölda spænskra dagblaða í dag.

Á Twitter-síðu konungsfjölskyldunnar kom fram að Fandino hafi verið „frábær nautabani“, á meðan Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, sagði tíðindin afar sorgleg. Menntamálaráðherra Spánar sagðist einnig vera sorgmæddur yfir dauða hans.

Nautabaninn Enrique Ponce vottaði Fandino, sem var þekktur fyrir hugrekki sitt, einnig virðingu sína. „Kæri Ivan „Toreazo“. Ég mun aldrei gleyma þér [...] þessir stórkostlegu eftirmiðdagar. Megi Guð taka á móti þér í öllu sínu veldi,“ skrifaði hann.

Ivan Fandino í Frakklandi í apríl síðastliðnum.
Ivan Fandino í Frakklandi í apríl síðastliðnum. AFP
AFP
mbl.is

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

M & B dekkjavélar. Ítals
M & B dekkjavélar. Ítalskar topp gæða dekkjavélar. Gott verð. Einnig notaðar Sic...
Tölva til sölu
Til sölu Dell Optiplex GX620 borðtölva ásamt skjá, lyklaborði og mús. Er með Win...
Fágæt tímarit til sölu, Birtingur, Jökull, Líf og list o.fl.
til sölu nokkur fágæt tímarit, Jökull, tímarit jöklarannsóknarfélagsins 1-47 á...
 
Skipulagsauglýsing
Tilkynningar
Borgarbyggð Skipulagsauglýsingar Sv...
Deiliskipulag
Tilkynningar
Rangárþing ytra Auglýsing um skipula...
Félagsstarf aldraða
Staður og stund
Árskógum 4 Félagsstarfið er með opið í s...
Breyting á aðalskipulagi
Tilkynningar
Auglýsing um skipulag á Akranesi Tilla...