Fórnarlömb eldsvoðans í lúxusíbúðir

Grenfell-turninn.
Grenfell-turninn. AFP

Eftirlifendum úr brunanum í Grenfell-turninum í London verður komið fyrir í lúxusíbúðum í Kensington-hverfi í London, samkvæmt stjórnvöldum. Ódýrasta íbúðin þar kostar 1,6 milljónir punda eða því sem nemur 214 milljónum íslenskra króna.

Búið er að ráðstafa 68 eins og tveggja herbergja íbúðum fyrir fólk sem bjó í Grenfell-turninum, sem varð eldi að bráð í síðustu viku. Fólk mun byrja að flytja þangað í næsta mánuði en íbúðirnar eru í næsta nágrenni við þar sem fólkið bjó áður.

Alls lét­ust 79 eða er saknað og tald­ir látn­ir eftir eldsvoðann og fjöldi fólks varð heimilislaus.

Húsvörður er í byggingunni í Kensington og þar er einnig að finna bíósal, sundlaug og gufubað.

„Við verðum að byrja á því að finna heimili handa þeim,“ sagði Tony Pidgley, stjórnamaður Berkeley-hópsins, sem byggði íbúðirnar.

„Þau þurfa að finna öryggi og stuðning, nálægt vinum og vandamönnum og á stað sem þau kannast við sig,“ bætti hann við.

Frétt Guardian.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert