Bruninn í London

Tala látinna óljós til áramóta

Í gær, 14:56 Endanleg tala þeirra sem létust í eldsvoðanum í Grenfell-turni verður ekki kunn fyrr en í fyrsta lagi undir lok þessa árs að sögn lögreglu í Bretlandi. Talið er að um 80 manns hafi látið lífið en óvíst er hvort unnt verði að bera kennsl á þá alla. Meira »

95 byggingar standast ekki kröfur

í fyrradag Snúa þarf við hverjum steini í rannsókninni á eldsvoðanum í Grenfell-turninum. Þetta kemur fram í opnu bréfi til Thersesu May forsætisráðherra. Bréfið er frá íbúum fjölbýlishússins en 79 létust í eldsvoðanum. 95 byggingar í 32 sveitarfélögum standast ekki krörfur um brunavarnir. Meira »

Telur yfirvöld leyna fjölda látinna

í fyrradag Þingmaður breska Verkamannaflokksins telur það hugsanlegt að yfirvöld leyni raunverulegum fjölda þeirra sem fórust í brunanum í Grenfell-turninum til að forðast uppþot og óeirðir. Meira »

Fluttir af heimilum sínum með valdi

26.6. Íbúar í háhýsunum fjórum Camden í London, sem rýmd voru um helgina, kvarta yfir harkalegum rýmingaraðgerðum og margir vilja meina að þær séu óþarfar. Háhýsin eru öll með sambærilega klæðingu og Grenfell-turninum sem fuðraði nánast upp í eldi fyrir nokkrum dögum, og varð um 80 manns að bana. Meira »

Tugir neita að yfirgefa turnana

24.6. 650 Lundúnabúum var gert að yfirgefa íbúðir sínar í dag vegna þess að brunavörnum í húsum þeirra er ábótavant. Að minnsta kosti 83 harðneituðu að yfirgefa heimili sín. Meira »

Kviknaði í út frá ísskáp

23.6. Eldurinn í Grenfell-turninum í London kviknaði út frá ísskáp. Auk þess stóðst klæðning utan á turninum ekki öryggiskröfur, samkvæmt upplýsingum lögreglunnar í London en 79 manns létu lífið í eldsvoðanum í síðustu viku. Meira »

Um 600 byggingar með sömu klæðningu

22.6. Um sex hundruð byggingar á Englandi eru með sömu eða svipaða klæðningu og var á Grenfell-turninum er hann brann. Þetta staðfestir forsætisráðuneytið. Meira »

Fórnarlömb eldsvoðans í lúxusíbúðir

21.6. Eftirlifendum úr brunanum í Grenfell-turninum í London verður komið fyrir í lúxusíbúðum í Kensington-hverfi í London, samkvæmt stjórnvöldum. Ódýrasta íbúðin þar kostar 1,6 milljónir punda eða því sem nemur 214 milljónum íslenskra króna. Meira »

Bar nágrannann út úr brennandi húsinu

20.6. Clarita Ghavimi hefur loks hitt Luca Branislav, manninn sem bjargaði henni úr Grenfell-turninum í London í síðustu viku.  Meira »

79 látnir eða er saknað

19.6. Alls létust 79 eða er saknað og taldir látnir eftir eldsvoðann í Grenfell-háhýsinu í London í síðustu viku.  Meira »

Margra ára vanræksla

18.6. Borgarstjóri London, Sadiq Khan, segir að hægt hefði verið að koma í veg fyrir stórbrunann í Grenfell-háhýsinu í vesturhluta Lundúna. Hins vegar hafi margra ára vanræksla af hálfu hins opinbera átt þátt í því stórslysi sem varð á miðvikudag. Meira »

Reynslubolti með hárlausan rass

17.6. Hún er ekki „hávaxinn karlmaður með loðinn rass,“ svo lýsing slökkviliðsstjóra Lundúna á staðalímyndum slökkviliðsmanna sé notuð, en Dany Cotton, sem tók við starfinu í ár, hóf að slökkva elda átján ára og er því mikill reynslubolti. Meira »

58 látnir í London

17.6. Lundúnalögreglan segir að tala látinna í tengslum við eldsvoðann í Grenfell-háhýsinu sl. miðvikudag sé nú komin í 58. Lögregluforinginn Stuart Cundy greindi frá þessu á blaðamannafundi í dag. Viðbúið sé að þessi tala muni hækka. Meira »

Elísabet stappar stálinu í landsmenn

17.6. Elísabet Bretadrottning segir að breska þjóðin sé að ganga í gegnum erfiða tíma í kjölfar þeirra árása sem hafa orðið á undanförnum vikum í Lundúnum og í Manchester og eldsvoðans mikla sem kviknaði í Grenfell-háhýsinu í vikunni. Meira »

Ræddu við þá sem lifðu af eldsvoðann

16.6. Elísabet Bretadrottning og Vilhjálmur prins heimsóttu hjálparmiðstöð í Westway-íþróttamiðstöðinni þar sem hlúð hefur verið að íbúum Grenfell-turnsins sem lifðu af eldsvoðann sem kom upp í byggingunni fyrr í vikunni og kostaði að minnsta kosti 30 lífið. Meira »

120 háhýsi standast ekki kröfur

Í gær, 13:40 Klæðning sem notuð er í 120 háhýsum í alls 37 sveitarfélögum í Englandi uppfyllir ekki kröfur um eldvarnir. Theresa May greindi þingmönnum neðrideildar breska þingsins frá þessu í dag en klæðningin fellur 100% á eldvarnarprófi sem gert var í kjölfar brunans í Grenfell-turni í London. Meira »

Fimm ára drengur meðal látinna

í fyrradag Fimm ára gamall drengur, Isaac Paulous, er meðal þeirra sem lét­ust í brunanum í Grenfell-turni fyrr í mánuðinum. Er hann yngsta fórnarlambið sem hefur verið nafngreint. Meira »

Hætta framleiðslu hluta klæðningarinnar

26.6. Fyrirtækið Arconic hefur ákveðið að hætta framleiðslu þilja sem ásamt einangrun mynduðu klæðninguna sem talin er hafa átt sök á því að eldur breiddist út á örskotsstundu um Grenfell-turninn í Lundúnum. Þilin hafa verið tekin úr sölu á heimsvísu. Meira »

Ekkert húsanna stóðst eldvarnarpróf

25.6. Staðfest er að klæðning á sextíu háhýsum í Englandi stenst ekki eldvarnarkröfur. Enn á eftir að rannsaka hundruð bygginga.  Meira »

Talin af en fannst á lífi

24.6. Kona sem óttast var að hefði brunnið inni í eldsvoðanum í Grenfell-turninum í London hefur fundist á lífi. Hún var eitt þeirra fórnarlamba sem flutt voru slösuð á sjúkrahús en upplýsingar um það höfðu ekki borist til eyrna allra. Meira »

Knattspyrnusambandið styrkir fórnarlömbin

23.6. Enska knattspyrnusambandið tilkynnti í dag að allur ágóði af leiknum um Samfélagsskjöldinn, sem jafnan markar upphaf á nýju knattspyrnutímabili á Englandi, renni til fórnarlamba brunans í Grenfell-turninum í Lundúnum á dögunum. Meira »

May biðst afsökunar á viðbrögðunum

21.6. Th­eresa May, for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, hefur beðist afsökunar á opinberum viðbörgðum við brunanum í Grenwell-turninum í London í síðustu viku. Hún sagði að viðbrögðin hefðu ekki verið nógu góð. Meira »

„Fjandinn, það eru krakkar þarna inni“

20.6. „Hvernig í andskotanum eigum við að komast að þessu?“ má heyra slökkviliðsmann á leið að Grenfell-turninum í London í síðustu viku segja við kollega sína. Slökkviliðsmennirnir voru greinilega skelfingu lostnir er þeir sáu hversu mikill eldsvoðinn var. Meira »

Gefur verðlaunafé til fórnarlamba brunans

20.6. Skotinn Andy Murray, efsti maður heimslistans í tennis, er sagður ætla að gefa allt verðlaunafé sem hann gæti mögulega unnið á Queens Club-mótinu til fjölskyldna fórnarlamba stórbrunans í Lundúnum á dögunum. Meira »

Ólýsanleg eyðilegging

18.6. Lögreglan í Lundúnum hefur birt ljósmyndir og myndskeið sem voru tekin innan í Grenfell-háhýsinu þar sem stórbruni varð á miðvikudag. Eins og myndirnar bera með sér var eyðileggingin gríðarleg og í raun erfitt að lýsa því sem fyrir augu ber. Meira »

Fimm úr sömu fjölskyldu fórust

17.6. Fimm úr sömu fjölskyldunni voru á meðal þeirra sem fórust í eldsvoðanum mikla í Grenfell-turninum fyrr í vikunni. Um er að ræða El-Wahabi-fjölskylduna. Abdul Aziz var 52 ára og eiginkonan hans Fouiza var 42 ára. Þrjú börn þeirra, sem voru á aldrinum 8 til 21 árs, létust einnig í eldinum. Meira »

May ræddi við þá sem lifðu af

17.6. Fjölmenn mótmæli hafa verið í dag bæði við Downingstræti 10, híbýli forsætisráðherra Bretlands, Theresu May og við þinghúsið í London. May tók á móti þeim sem lifðu af eldsvoðann í Gren­fell-há­hýs­inu í dag. Tala látinna er komin í 58. Meira »

May hittir eftirlifendur

17.6. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, mun hitta eftirlifendur eldsvoðans, í Gren­fell-háhýsinu, í Downingstræti 10 í dag. May hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir viðbrögð sín vegna eldsvoðans eða öllu heldur skort á viðbrögðum. Alls hafa 30 látist í brunanum og fjölmargra er saknað. Meira »

„Við krefjumst réttlætis“

16.6. Hundruð Lundúnabúa mótmæla nú hástöfum við bæjarskrifstofur í Kensintgon í London og krefjast réttlætis fyrir íbúa í Grenfall turninum sem varð eldi að bráð á miðvikudagskvöld. Hópurinn hefur reynt að komast inn í bygginguna en öryggisverðir hafa hindrað inngöngu. Meira »

Tala látinna komin í 30

16.6. Fjöldi látinna í eldsvoðanum í Grenfell-turninum í London, höfuðborg Bretlands, er kominn í 30 samkvæmt frétt bresku sjónvarpsstöðvarinnar Sky. Meira »