Borgarráð ábyrgt fyrir Grenfell-brunanum

Greint var frá því fyrr í dag að dúk­ur muni ...
Greint var frá því fyrr í dag að dúk­ur muni hylja Gren­fell-turn­inn á meðan rann­sókn stend­ur yfir. AFP

Lundúnalögreglan telur ástæðu til að ætla að hópmanndráp (e. corporate manslaughter) hafi verið framið þegar kviknaði í Grenfell-turninum í síðasta mánuði. Greindi lögregla í dag íbúum turnsins frá að hún teldi ástæðu til að gruna að borgarráð eða þeir sem sáu um rekstur Grenfell-turnsins hefðu mögulega gerst sekir um glæp.

Talið er að um 80 manns hafi látið lífið þegar eldur kom upp í þessum 24 hæða turni hinn 14. júní sl. og hann varð alelda á skammri stundu.

BBC segir að í bréfi sem lögregla sendi íbúum í dag komi fram að lagt hafi verið hald á mikið magn gagna.

„Eftir frumrannsókn á þeim upplýsingum hefur yfirmaður þeirrar rannsóknar tilkynnt borgarráði Kensington og Chelsea-hverfis, sem og húsnæðisnæðisnefnd hverfisins, að ástæða sé til að gruna að stofnun og bæjarráð hafi gerst sek um hópmanndráp,“ sagði í bréfinu.

Lundúnalögreglan sendi þá frá sér yfirlýsingu í dag þar sem fram kemur að rannsókn á eldinum sé flókin og ítarleg og að eðlis síns vegna muni taka langan tíma að ljúka henni.

„Lundúnalögreglan hefur skyldur gagnvart þeim fjölskyldum sem misstu ástvini í eldinum og þeim sem lifðu brunann af, að halda þeim upplýstum um framgang rannsóknarinnar að því marki sem við getum,“ segir í yfirlýsingunni. 

Breska löggjöfin um hópmanndráp kveður á um að þessi skilgreining eigi aðeins við um stofnanir, félög eða fyrirtæki og þess vegna sé ekki hægt að handtaka neinn einn einstakling í tengslum við slíka kæru.

Greint var frá því fyrr í dag að dúk­ur myndi hylja Gren­fell-turn­inn meðan á rann­sókn stæði. Gert er ráð fyr­ir að hann verði sett­ur utan um vinnupalla á hús­næðinu í ág­úst. 

Bú­ist er við að rann­sókn á hús­næðinu sjálfu standi fram í nóv­em­ber þar sem fjöl­marg­ir leit­ar­sér­fræðing­ar vinna meðal ann­ars að því að finna fórn­ar­lömb elds­voðans.

mbl.is

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
Þreyttur á reykinga- myglulykt, lausn ?
Eyðir flest allri ólykt, m.a. Myglu-gró ásamt og raka- reykinga- og brunalykt. ...
NISSAN bátavélar 110 og 130 hp
Bátavélar 8-130 hp , TD-Marine bátavélar 58 hp á lager, 37 og 70 hp á væntanleg...
 
Land til sölu
Til leigu
Land til sölu Til sölu eða leigu 4,6 h...
Tilboð óskast skólavegi
Húsnæði í boði
TILBOÐ ÓSKAST í húseignina Skólaveg 3 ...
Samkoma
Félagsstarf
Söngsamkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnu...
Deiliskipulag
Tilkynningar
Skútustaðahreppur Auglýsing um deilis...