Vígamenn hafa yfirgefið Aleppo

AFP

Vígasveitir Ríkis íslams hafa yfirgefið Aleppo-hérað í Sýrlandi, samkvæmt upplýsingum frá Syrian Observatory for Human Rights.

Liðsmenn vígasamtakanna hafa undanfarið yfirgefið 17 bæi og þorp í héraðinu eftir fjögurra yfirráð þar. Stjórn Sýrlands ræður nú yfir héraðinu að nýju. 

Tæplega hálf milljón Sýrlendinga á vergangi hefur snúið til síns heima það sem af eru ári, samkvæmt upplýsingum frá Flóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna (UNHCR).

Um 440 þúsund Sýrlendingar, sem neyddust til þess að flýja heimili sín, hafa frá því í janúar snúið til síns heima. Flestir þeirra Aleppo, Hama, Homs og Damaskus, segir Andrej Mahecic, talsmaður UNHCR í Genf. 

Auk þess hafa um 31 þúsund flóttamenn snúið heim til Sýrlands aftur en þeir höfðu flúið til nágrannaríkjanna. Alls hafa 260 þúsund sýrlenskir flóttamenn farið heim til Sýrlands frá 2015.

Námskeið á vegum UNiCEF í al-Sakhour í Aleppo.
Námskeið á vegum UNiCEF í al-Sakhour í Aleppo. AFP

Að sögn Mahecic eru helstur ástæður þess að fólk snýr til baka þær að leita að ættingjum og að kanna með eignir sínar. Í einstaka tilvikum hefur fólk snúið heim þar sem það telur heimili sitt öruggt að nýju.

Hann segir of snemmt að segja til um hvort þetta tengist því að mjög hefur dregið úr ofbeldi í Sýrlandi frá því Tyrkir samþykktu í viðræðum í Astana í síðasta mánuði ásamt bandamönnum Sýrlandsforseta að koma á fjórum öruggum svæðinum í Sýrlandi. 

Öruggu svæðin eiga að binda endi á of­beldi og gera flótta­mönn­um kleift að snúa aft­ur og hjálp­ar­sam­tök­um að koma hjálp­ar­gögn­um til þeirra sem þarfn­ast þeirra.

Sendi­full­trúi Sam­einuðu þjóðanna í Sýr­landi, Staff­an de Mistura, sagði á fundi öryggisráðs SÞ í vikunni að frá því samkomulagið var gert 4. maí hafi dregið stórlega úr ofbeldisverkum í Sýrlandi. Á einhverjum stöðum væri daglegt líf að nálgast eðlilegt ástandi og sennilega hefði verið komið í veg fyrir dauða hundruð Sýrlendinga í hverri viku síðan þá.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert