Þrjú þúsund öfgafullir ofbeldismenn í Svíþjóð

Lögreglumenn að störfum í Stokkhólmi daginn eftir árásina í apríl.
Lögreglumenn að störfum í Stokkhólmi daginn eftir árásina í apríl. AFP

Um tvö þúsund öfgafullir íslamistar eru búsettir í Svíþjóð að sögn yfirmanns sænsku öryggislögreglunnar (Säpo), Anders Thornberg. Þetta er tíföldun á innan við áratug. 

Að sögn Thornberg  eru um þrjú þúsund öfgafullir ofbeldismenn í Svíþjóð en af þeim eru 2 þúsund íslamistar. Aðrir eru öfga hægri menn eða öfga vinstrimenn. 

Árið 2010 kom fram í skýrslu Säpo að um tvö hundruð öfgafullir íslamistar byggju í landinu. 

Thornberg segir að aukninguna megi að mestu leyti rekja til áróðursmaskínu vígasamtakanna Ríkis íslams.

Þrátt fyrir að fpáir þeirra hafi vilja og getu til þess að gera árásir verður að fylgjast með þeim, segir Thornberg en hann ræddi þetta við fjölmiðla í morgun. 

Hann segir að það sé mikilvægt að allir Svíar taki ábyrgð til að binda endi á þessa þróun. „Áður en við verðum fyrir árás eða ofbeldisverki,“ segir Thornberg í viðtali við TT fréttastofuna.

Úzbeki gerði árás í Stokkhólmi 7, apríl með því að keyra inn í hóp af fólki og létust fimm í árásinni og 15 særðust. 

Um þrjú hundruð Svíar hafa farið til Sýrlands og Íraks til þess að berjast með Ríki íslams. Um 140 þeirra hafa snúið heim aftur en um 50 látist erlendis.

Einn þeirra sem tók þátt í hryðjuverkaárásunum í Brussel í fyrra er Svíi, Osama Krayem, en hann hefur ekki enn verið dæmdur fyrir aðild að árásunum.

Viðtal við Thornberg á vef DN

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert