Rússar samþykkja ekki friðarsvæði

Sprenging í borginni Daraa í suðurhluta Sýrlands 3. júlí síðastliðinn.
Sprenging í borginni Daraa í suðurhluta Sýrlands 3. júlí síðastliðinn. AFP

Ekkert miðaði í viðræðum Rússa, Tyrkja og Írana um frið í Sýrlandi í Astana í Kasakstan þegar seinni umferð viðræðna hófst í dag. Í þeim var áhersla lögð á að útfæra áætlun um fjögur sérstök öryggissvæði í landinu.

Alexander Lavrentiev, fulltrúi Rússlands í viðræðunum, sagði að útfærslan á friðar- og öryggissvæðunum hefði krafist „fullvinnslu“ svo unnt hefði verið að gangast við þeim. Þrátt fyrir það er það samdóma álit landanna þriggja að komast verði að samkomulagi um friðarsvæði. 

Næsti fundur milli fulltrúa landanna þriggja verður í Teheran í Íran í ágúst. Á þeim fundi verður reynt að nýju að komast að samkomulagi. Þetta kemur fram í sameiginlegri tilkynningu frá löndunum þremur.  

Stríðið í Sýrlandi hefur staðið yfir í sex ár og hafa að minnsta kosti 320 þúsund manns látið lífið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert