Kveikja í bílum og varpa bensínsprengjum

Samtök þýskra lögreglumanna gagnrýndu í dag hópa anarkista, svonefnda Black …
Samtök þýskra lögreglumanna gagnrýndu í dag hópa anarkista, svonefnda Black Blocks-hópa, og sökuðu þá um að taka friðsamleg mótmæli tugþúsunda manna í gíslingu með því að ráðast vísvitandi gegn lögreglu. AFP

Til átaka kom á ný milli mótmælenda og lögreglu í Hamborg nú í morgun, en fundur leiðtoga G20-ríkja fer fram í borginni í dag og á morgun.

„Aðgerðir eru í gangi gegn þeim ofbeldisfullu einstaklingum sem köstuðu bensínsprengjum og kveiktu í bílum í nágrenni lögreglustöðvarinnar í Altona-hverfinu,“ sagði í Twitter-skilaboðum embættis þýska ríkislögreglustjórans.

Lögreglan í Hamborg sagði þykkan svartan reyk liðast til lofts yfir vesturhluta borgarinnar og staðfest var að kveikt hefði verið í bílum í nokkrum borgarhlutum.

Mótmælendur eru þá sagðir hafa lokað nokkrum gatnamótum vega sem ætlaðir voru til að koma fundargestum til og frá fundarstað.

Einnig kom til átaka milli lögreglu og mótmælenda í Hamborg í gærkvöldi og særðust 76 lögreglumenn í þeim átökum.

Samtök þýskra lögreglumanna gagnrýndu í dag hópa anarkista, svonefnda Black Blocks-hópa, og sökuðu þá um að taka friðsamleg mótmæli tugþúsunda manna í gíslingu með því að ráðast vísvitandi gegn lögreglu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert