Sögð leika sér að eldinum á púðurtunnu

Frá tilraun Norður-Kóreu með langdræga kjarnaflaug í síðustu viku.
Frá tilraun Norður-Kóreu með langdræga kjarnaflaug í síðustu viku. AFP

Stjórnvöld í Norður-Kóreu fara ófögrum orðum um bardagaæfingu Bandaríkjanna og Suður-Kóreu sem herlið ríkjanna héldu í sameiningu í gær. Saka þau Bandaríkin um að ýta Kóreuskaga út á barm kjarnorkustyrjaldar.

Æfingin var haldin í kjölfar tilkynningar stjórnvalda Norður-Kóreu um að nú hefðu þau yfir að ráða langdrægri kjarnaflaug sem drifið gæti yfir á vesturströnd Bandaríkjanna.

Á æfingunni æfðu bandarískar sprengjuflugvélar og suður-kóreskar orrustuþotur árásir á óvinaskotmörk. Í ríkisdagblaðinu norðan landamæranna eru stjórnvöld í Washington og Seúl sökuð um að auka enn á spennuna með æfingunni, í leiðara sem ber titilinn „Ekki leika ykkur að eldinum á púðurtunnu“.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert