Söguleg atkvæðagreiðsla á Möltu

Joseph Muscat, forsætisráðherra Möltu.
Joseph Muscat, forsætisráðherra Möltu. AFP

„Þetta er söguleg atkvæðagreiðsla. Þetta sýnir hversu öflugt lýðræði okkar er og hversu langt samfélagið hefur náð. Við getum sagt núna að við erum öll jöfn,“ sagði Joseph Muscat forsætisráðherra Möltu eftir að lögleiðing hjóna­bands sam­kyn­hneigðra gekk í gildi á Möltu. BBC greinir frá. 

Aðeins einn af 67 þingmönnum á Möltu greiddi atkvæði gegn frumvarpinu sem varð að lögum. Fjölmargir fögnuðu niðurstöðunni og flykktust út á götur til að fagna. 

Tals­vert mikl­ar breyt­ing­ar hafa orðið á malt­nesku sam­fé­lagi und­an­far­in ár þar sem kaþólsk trú er ríkj­andi. Til að mynda voru hjóna­skilnaðir lög­leidd­ir eft­ir þjóðar­at­kvæðagreiðslu árið 2011. Í fyrra varð Malta fyrst Evr­ópu­landa til að banna meðferðir sem eiga að „lækna“ sam­kyn­hneigð.

Frétt mbl.is: Sam­kyn­hneigðir Malt­verj­ar geta lík­lega gifst

mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Ódýr Nýr Ferðanuddbekkur nokkur stk 46.000 www.egat.is
- Hægt að hækka og lækka bak eins og hentar - Ferðataska fylgir - þyngd 18.5 k...
VIÐHALD FASTEIGNA
Við þjónustum þig með lítil sem stór verk. Tímavinna eða tilboð. sími: 544-44...
Toyota Avensis 2014 ek 36000 km
Toyota Avensis, skráður 10/2014 en aðeins ekinn 36000 km, 1800cc sjálfskiptur, ...
fjórir flottir íslenskir mokka stálstólar til sölu
er með fjóra stálstóla mokka gæða stóla á 8,500 kr stykki sími 869-2798...
 
Breyting á aðal- og deiliskipulagi
Tilkynningar
Auglýsing um skipulag á Akranesi Till...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Geirlandsá - útboð óskað er eftir tilbo
Veiði
Geirlandsá - útboð Óskað er eftir til...
Skrifstofustjóri
Stjórnunarstörf
Skrifstofustjóri óskast til starfa hjá ...