20 drepnir í loftárás í Jemen

Eyðilegging blasir við í borginni Taez í Jemen.
Eyðilegging blasir við í borginni Taez í Jemen. AFP

20 almennir borgarar hið minnsta voru drepnir í loftárás sem gerð var á hóp Jemena sem hrakist höfðu frá heimilum sínum, að því er segir í yfirlýsingu frá Flóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðunna, sem byggð er á frásögn vitna að árásinni. Eru flestir hinna látnu sagðir koma úr sömu fjölskyldu.

Árásin, sem átti sér stað síðdegis í gær, var gerð á hóp almennra borgara í Mawza-sýslu í Taez-héraði.

Segja íbúar herflugvél frá bandamönnum útlagastjórnarinnar í Sádi-Arabíu hafa staðið fyrir loftárásinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert