5 ára sektuð fyrir límonaðisölu

Stúlkuna langaði að gleðja hátíðargesti með því að selja þeim ...
Stúlkuna langaði að gleðja hátíðargesti með því að selja þeim límonaði. Verðir á vegum borgarinnar litu málið öðrum augum. mbl.is/Árni Sæberg

Borgaryfirvöld í London sektuðu fimm ára stúlku fyrir að setja upp borð þar sem hún seldi gestum Lovebox-hátíðarinnar, sem haldin var í Mile End um síðustu helgi, límonaði.

Stúlkan seldi límonaðiglasið á 50 pens, eða um 70 krónur, og fékk fyrir uppátækið andvirði 20.000 kr. sektar frá yfirvöldum í Tower Hamlet-borgarhlutanum.

Andre Spicer, faðir stúlkunnar, segir hana endilega hafa viljað setja upp borð í nágrenni við heimili sitt og selja þar límonaði. Hún hafi bara viljað gleðja hátíðargesti. „Hún var mjög stolt af sjálfri sér,“ segir Spicer.

„Eftir að hún var búin að hafa opið í stutta stund komu verðir yfir götuna til okkar.“ Hann segir viðbrögð þeirra hafa komið sér á óvart. „Ég hélt að þeir myndu bara segja okkur að taka saman og fara heim. Þess í stað kveiktu þeir á myndavél í símum sínum og tóku að lesa upp úr löngu handriti þar sem þeir útskýrðu að við hefðum ekki söluleyfi.

Dóttir mín hélt þá dauðahaldi í mig og veinaði „pabbi, pabbi, ég hef verið vond“. Hún er fimm ára. Því næst fengum við 150 punda sekt. Að því loknu tókum við saman og gengum heim.“

Borgaryfirvöld í Tower Hamlets hafa nú ógilt sektina og beðið Spicer afsökunar.

„Okkur þykir mjög leitt að þetta hafi gerst. Við búumst við að þeir verðir sem við notum sýni almenna skynsemi og beiti valdi sínu af skynsemi. Það gerðist greinilega ekki í þessu tilfelli,“ hefur BBC eftir talsmanni yfirvalda.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Kaupi notaðar hljómplötur. Sími 696 1909.
Kaupi notaðar hljómplötur. Sími 696 1909....
Fellihýsi Coleman Westlake
Fellihýsi að stæðstu gerð til sölu. Sturta, klósett, heitt og kalt vatn, loftkæl...
Rúmgóð risíbúð
Rúmgóð risíbúð í rólegu fjórbýlishúsi með góðum garði í Suðurhlíðum Kópavogs til...
Bækur til sölu
Bækur til sölu Íslenskt fornbréfasafn 2,3,4,5,9,10,11,12 og 14, ób., mk., Stra...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-15. Opið ...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óskar ef...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Hádegismatur, mexíkanskur hakkr...