Orban kemur Pólverjum til varnar

Viktor Orban hefur verið þyrnir í augum Evrópusambandsins.
Viktor Orban hefur verið þyrnir í augum Evrópusambandsins. AFP

Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, hefur heitið því að koma Pólverjum til varnar gegn íhlutun Evrópusambandsins í dómsmálum Póllands sem á yfir höfði sér þvinganir af hálfu sambandsins. 

„Það er í hag Evrópur og í anda vinabanda Póllands og Ungverjalands að herferðin gegn Póllandi gangi ekki eftir [...] Ungverjar munu beita öllum mögulegum lagaúrræðum til þess að sýna samstöðu með Pólverjum.“

Þessi ummæli eru höfð eftir Orban í ræðu sem hann flutti við háskóla í Austur-Sjöborgalandi (Transylvaníu) í Rúmeníu þar sem finna má ungverskan minnihlutahóp. Meðal áheyrenda voru háttsettir embættismenn frá Póllandi. 

Öldungadeild pólska þingsins hefur samþykkt umdeild lög á sem fela í sér að allir núverandi dómarar verði settir af og að dómsmálaráðherra velji í þeirra stað.

Íhaldsflokkurinn Lög og réttlæti segir að umbæturnar séu nauðsynlegar til þess að minnka spillingu og auka skilvirkni dómskerfisins. Evrópusambandið hefur á móti varað við að þær séu ógn við réttarríkið. 

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hótaði Pólverjum í vikunni að svipta þá atkvæðisrétti í sambandinu ef ekki yrði látið af áformunum. Hins vegar gætu Ungverjar komið í veg fyrir þessar aðgerðir. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Innfluttningur á enn betra verði fyrir alla
Hjálpum fólki að útvega allt frá Bretlandi á mun lægra verði sem viðkemur vinnu...
KRISTALL LJÓSAKRÓNUR
Ný sending af glæsilegum kristalsljósakrónum, veggljósum, matarstellum, kristals...
JEMA gæðalyftur á góðu verði
Bjóðum danskar gæðalyftur frá JEMA af mörgum gerðum CE TUV Led ljós á örmum ...
 
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Samkoma
Félagsstarf
Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins....
Leiðsögumaður
Ferðaþjónusta
Leiðsögumaður óskast Glacier Adventure...