Pandan Huan Huan loksins ólétt

Húnn Huan Huan á að koma í heiminn annað hvort …
Húnn Huan Huan á að koma í heiminn annað hvort 4. eða 5. ágúst og mun líklega vega 100 grömm. AFP

Starfsmenn franska dýragarðsins Beuval voru himinlifandi síðasta miðvikudag þegar þeir komust að því að pandan Huan Huan væri ólétt en það hefur aldrei gerst í Frakklandi áður. Húnninn á að koma í heiminn annaðhvort 4. eða 5. ágúst og mun líklega vega 100 grömm.

Ómskoðun dýralækna garðsins sýndi að pandan, sem er í láni frá Kína ásamt karlkynsfélaga sínum Yuan Zi, ætti von á sínum fyrsta pönduhún. Húnninn á að koma í heiminn annaðhvort 4. eða 5. ágúst og mun líklega vega 100 grömm. Ef húnninn lifir fæðinguna af mun hann verða sendur heim til Kína á næstu tveimur til þremur árum.

Ómskoðun dýralækna garðsins sýndi að pandan, sem er í láni …
Ómskoðun dýralækna garðsins sýndi að pandan, sem er í láni frá Kína ásamt karlkynsfélaga sínum Yuan Zi, ætti von á sínum fyrsta pönduhún. AFP

„Þetta er stórkostlegt. Við einfaldlega sprungum af gleði við fréttirnar enda höfum við beðið lengi eftir þessu augnabliki,“ segir Delphine Delord, samskiptastjóri dýragarðsins við frönsku fréttaveituna AFP. „Þetta veitir okkur einnig von um varðveislu pandna, sem eru í útrýmingarhættu í náttúrunni,“ bætir hún við.

Níu ára pönduparið er einu risapöndurnar sem búa í Frakklandi, en þær komu til Beuval árið 2012, eftir þungar og ákafar samningaviðræður milli Parísar og Peking. Aðeins 19 dýragörðum í heiminum, fyrir utan Kína, hefur verið leyft að hafa pöndur til sýnis.

Níu ára pönduparið Huan Huan og Yuan Zi eru einu …
Níu ára pönduparið Huan Huan og Yuan Zi eru einu risapöndurnar sem búa í Frakklandi, Mökun þeirra gekk ekki upp og því fór Huan Huan í tæknifrjóvgun. AFP

Pöndur eiga mjög erfitt með að fjölga sér, hvort sem það er í náttúrunni eða í dýragarði þar sem kvenkynspöndur eru aðeins eðlunarfúsar í 48 tíma hvert ár. Auk þess eru pöndur afar klunna­leg­ar þegar kem­ur að ástaratlot­um og eru karldýr­in ein­stak­lega lag­in við að mis­reikna sig í hvenær og hvort kven­dýrið hafi áhuga.

Huan Huan og maki hennar voru sameinuð í febrúar í von um að þau myndu makast. Að sögn Delord gekk það ekki upp. „Svo við framkvæmdum tæknifrjóvgun,“ sagði hún. Á síðasta ári urðu starfsmenn dýragarðsins fyrir miklum vonbrigðum þegar Huan Huan fór í gegnum „gervióléttu“, sem er nokkuð algeng hjá kvenkyns pöndum.

Starfsmenn franska dýragarðsins Beuval voru himinlifandi þegar þeir komust að …
Starfsmenn franska dýragarðsins Beuval voru himinlifandi þegar þeir komust að því að pandan væri ólétt. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert