Aðstoðaði við gerð yfirlýsingar

Samsett mynd af Donald Trump-feðgunum.
Samsett mynd af Donald Trump-feðgunum. AFP

Talsmaður Hvíta hússins, Sarah Huckabee Sanders, hefur viðurkennt að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi aðstoðað við að skrifa misvísandi yfirlýsingu vegna fundar sonar síns, Donalds Trump yngri, með rússneskum lögfræðingi.

Sanders segir að Trump forseti hafi „lagt sitt lóð á vogaskálarnar og komið með uppástungur, eins og hvaða faðir sem er myndi gera“.

Vegna þátttöku forsetans í yfirlýsingunni, sem The Washington Post greindi fyrst frá, eru uppi efasemdir um að fullyrðingarnar séu sannar um að hann hafi ekkert vitað af fundi sonar síns og lögfræðingsins í kosningabaráttunni vegna forsetakosninganna í Bandaríkjunum árið 2016. Opinber rannsókn stendur yfir á aðild Rússa að kosningabaráttunni. 

Lögfræðingurinn hugðist veita Donald Trump yngri upplýsingar sem myndu skaða Hillary Clinton, sem var einnig í framboði til forseta Bandaríkjanna.

Um var að ræða tilraun Rússa til að styðja við kosningabaráttu Trumps.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert