Verður ekki formleg forsetafrú

Emmanuel og Brigitte Macron.
Emmanuel og Brigitte Macron. AFP

Forseti Frakklands, Emmanuel Macron, hyggst hætta við áform sín um að setja á laggirnar formlegt embætti forsetafrúr en hann lýsti því yfir í aðdraganda forsetakosninganna fyrr á árinu að hann ætlaði að skapa „raunverulega stöðu“ fyrir eiginkonu sína.

Fram kemur í frétt AFP að hugmynd forsetans, sem þýddi stjórnarskrárbreytingu, hafi mætt mikilli andstöðu. Undirskriftasöfnun hafi verið sett af stað á netinu gegn hugmyndinni sem 200 þúsund manns hafi tekið þátt í og skoðanakönnun benti til þess að meirihluti Frakka væri lítt hrifinn af henni. Hugmyndin var að bandarískri fyrirmynd.

Forsetaembættið hyggst skýra á næstunni hver staða Brigitte Macron verði samkvæmt heimildum AFP en ekki yrði gengið svo langt að leggja til stjórnarskrábreytingu þar sem sett yrði á laggirnar sérstakt embætti forsetafrúr.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert