Vara við hruni í Norður-Kóreu

Jim Mattis.
Jim Mattis. AFP

Bandaríkin hafa varað stjórnvöld í Norður-Kóreu við því að haldi þau áfram að þróa kjarnorkuvopn muni það leiða til þess að stjórn leiðtogans Kim Jong-un muni hrynja.

Jim Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði að Norður-Kórea verði að hætta að einangra sjálfa sig og verði að hætta þróun kjarnorkuvopna. Hann bætti við að þjóðin „eigi að hætta að íhuga aðgerðir sem gætu orðið til þess að stjórn þess hrynur og almenningur í landinu tortímist“.

Hann bætti við að Norður-Kórea ætti engan möguleika í stríði gegn Bandaríkjunum og samherjum þeirra.

Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, var á sama máli og Mattis og hvatti stjórnvöld í Norður-Kóreu til  að hætta vopnaáætlun sinni.

Hann tók þó fram að engin yfirvofandi ógn væri fyrir hendi og hefðu Bandaríkjamenn því ekkert að óttast.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert