Konu leitað eftir að kafbátur sökk

Kafbáturinn sem sökk.
Kafbáturinn sem sökk. AFP

Danskur frumkvöðull og kafbátaeigandi er sakaður um manndráp af gáleysi eftir hvarf sænskrar blaðakonu sem var með honum um borð í kafbát hans áður en hann sökk.

Peter Madsen hefur neitað því að hafa drepið konuna. Hann kveðst hafa síðast séð konuna þegar hún fór í land á eyju við Kaupmannahöfn seint á fimmtudag.

Snemma í gær hófst leit að kafbátnum sem talið var að hefði horfið kvöldið áður í Eyrasundi. Maður sænsku blaðakonunnar hafði látið lögreglu vita af hvarfi hennar á fimmtudagskvöld.

Peter Madsen, til hægri.
Peter Madsen, til hægri. AFP

Konan heitir Kim Wall og er þrítug. Hún er frá New York og hefur skrifað fyrir New York Times, Guardian og Vice Magazine, að því er BBC greinir frá. 

Kafbáturinn kallast Nautuilus og er einn stærsti heimasmíðaði kafbátur heims. Hann fannst í flóa í Køge, um 50 kílómetrum frá dönsku höfuðborginni, þar sem talið var að hann hefði sokkið.

Madsen var bjargað en hvorki tangur né tetur fannst af konunni.

„Eigandi kafbátarins var handtekinn og er hann sakaður um að hafa drepið sænsku konuna af gáleysi,“ sagði í yfirlýsingu frá lögreglunni.

Madsen átti að koma fyrir dómara í dag.mbl.is

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Bækur um ættfræði byggðasögu og ýmsan fróðleik til sölu
hef til sölu nokkur grundavallarrit ættfræðinnar ásamt ritum um atvinnu og byggð...
Dökkblár Citroen C4 til sölu
Dökkblár Citroen C4 til sölu. Sjálfskiptur. Skoðaður maí '17. Verð 250 þúsund. Á...
Bátakerru stolið
Þessari kerru var stolið um Hvítasunnuhelgina í bryggjuhverfinu í Reykjavík. Þei...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Hádegismatur, mexíkanskur hakkr...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar og útskurður með leiðb...
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óskar ef...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...