Kim bíður átekta

Landamæri Kína og Norður-Kóreu.
Landamæri Kína og Norður-Kóreu. AFP

Leiðtogi Norður-Kóreu, Kim Jong-un, hefur farið yfir áætlanir um eldflaugaskot sem beint yrði að yfirráðasvæði Bandaríkjanna á Kyrrahafi, eyjunni Gvam, en vill bíða með aðgerðir þangað til ljóst sé hvað Bandaríkin ætla sér.

Samkvæmt frétt ríkisfjölmiðils N-Kóreu þá eru yfirvöld undirbúin undir eldflaugaskot en fyrst vilji þau sjá hvað „heimsku Bandaríkjamenn“ fremja.

Allt bendir því til þess að orðaskaki ríkjanna tveggja sé að linna, segir í frétt BBC. Í frétt ríkismiðils N-Kóreu, KCNA, kemur fram að Kim Jong-un hafi í langan tíma skoðað áætlanir um eldflaugaskot sem beint yrði að Gvam í langan tíma og rætt þær við háttsetta menn innan hersins. Þeir bíði nú eftir fyrirskipunum um að skjóta á Gvam.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert