16 diplómatar fórnarlömb hljóðárása á Kúbu

Bandaríska sendiráðið á Kúbu. 16 starfsmenn hið minnsta hafa fundið …
Bandaríska sendiráðið á Kúbu. 16 starfsmenn hið minnsta hafa fundið fyrir einkennum hljóðárásar. AFP

16 Bandaríkjamenn hið minnsta hafa særst í svonefndum hljóðárásum á sendinefnd Bandaríkjanna á Kúbu, að því er bandaríska utanríkisráðuneytið greindi frá í dag.

Heather Nauert, talsmaður ráðuneytisins, segir að svo virðist sem árásunum hafi verið hætt en að nokkrir starfsmenn á Kúbu hafi þurft læknismeðferðar við.

„Við getum staðfest að 16 bandarískir ríkisstarfsmenn hið minnsta, sendiráðsstarfsfólk okkar, fann fyrir einhverjum einkennum,“ sagði Nauert.

Það var síðla síðasta árs sem starfsfólk bandaríska sendiráðsins og að minnsta kosti einn starfsmaður kanadíska sendiráðsins fóru að finna fyrir einkennum sem Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur kalla „heilsuárás“. Er heyrnarleysi meðal þeirra einkenna sem starfsfólkið hefur fundið fyrir.

Hafa bandarískir embættismenn sagt þá sem fundu fyrir einkennunum hafa orðið fyrir árás einhvers konar hljóðvopns og segir Nauert engin fordæmi fyrir slíku áður.

Fréttastofa CBS-sjónvarpsstöðvarinnar segir skaðann, sem að minnsta kosti eitt fórnarlambanna hefur orðið fyrir, fela í sér heilaskemmdir.

„Við lítum þetta mjög alvarlegum augum,“ sagði Nauert.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert