Hjúkrunarfræðingur sakaður um 86 morð

Niels Högel faldi andlit sitt fyrir ljósmyndurum við réttarhöldin fyrir …
Niels Högel faldi andlit sitt fyrir ljósmyndurum við réttarhöldin fyrir tveimur árum. AFP

Þýskur hjúkrunarfræðingur, sem var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir tveimur árum fyrir morð á tveimur sjúklingum, er talinn bera ábyrgð á dauða að minnsta kosti 84 sjúklinga til viðbótar. Lögregla greindi frá þessu í morgun.

Niels Högel, sem er fertugur að aldri, var fangelsaður í febrúar 2015 fyrir að hafa drepið tvo sjúklinga á bráðamóttöku Delmenhorst-sjúkrahússins skammt frá Bremen.

Að sögn lögreglu er verið að rannsaka líkamsleifar fleiri sjúklinga og hafa þegar komið í ljós vísbendingar um 84 morð til viðbótar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert