Styrkur Irmu orðinn tveir

Íbúar Flórída hreinsa rusl úr niðurföllum og skurðum til að …
Íbúar Flórída hreinsa rusl úr niðurföllum og skurðum til að koma í veg fyrir flóð af völdum Irmu. AFP

Fellibylurinn Irma hefur verið færður niður í annan styrkleikaflokk. Engu að síður segja bandarískir veðurfræðingar að óveðrið sem fylgir Irmu sé lífshættulegt.

Bylurinn gengur nú yfir meginland Flórída.

Um níuleytið í kvöld mældist vindhraði Irmu 177 kílómetrar á klukkkustund og var vindurinn mestur átta kílómetrum norður af borginni Naples á vesturströnd Flórída.

Almenningur er hvattur til að fara varlega og passa upp á eigur sínar. Reiknað er með að Irma verði skilgreind sem fellibylur að minnsta kosti þangað til fyrripartinn á morgun. 

 

Donald Trump Bandaríkjaforseti ætlar að fara til Flórída „mjög fljótlega“ til að fylgjast með hjálparstarfi vegna Irmu.

„Ég fer til Flórída mjög fljótlega. Sem stendur höfum við mestar áhyggjur af lífum fólks en ekki kostnaðinum,“ sagði hann eftir fund með heimavarnarráði og yfirmönnum björgunarsveita.

Flórída fær neyðaraðstoð 

Trump hefur samþykkt beiðni Flórída-ríkis um að fá neyðaraðstoð frá ríkinu til að aðstoða við uppbyggingu eftir Irmu.

Neyðaraðstoðin felur í sér „húsnæði til bráðabirgða, viðgerðir á heimilum, lán með lágum vöxtum til að standa straum af kostnaði við að lagfæra eignir sem voru ótryggðar og önnur verkefni til að hjálpa einstaklingum og fyrirtækjum að ná sér á strik eftir eyðilegginguna,“ sagði í yfirlýsingu frá hvíta húsinu.

Pálmatré eiga í vök að verjast í Bonita Springs í …
Pálmatré eiga í vök að verjast í Bonita Springs í Flórída. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert