Hertar refsiaðgerðir gegn Norður-Kóreu

Viðskiptaþvinganir ná nú yfir 90 prósent af útflutningsvörum Norður-Kóreu.
Viðskiptaþvinganir ná nú yfir 90 prósent af útflutningsvörum Norður-Kóreu. AFP

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur samþykkt hertar viðskiptaþvinganir gegn Norður-Kóreu, vegna flugskeytatilrauna þeirra. Ráðið samþykkti einróma að koma á hörðustu refsiaðgerðum sem gripið hefur verið til, eftir að Bandaríkin drógu aðeins úr kröfum sínum til að vinna Rússa og Kína á sitt band. Washington Post greinir frá.

Viðskiptaþvinganirnar fela meðal annars í sér takmarkanir á innflutningi Norður-Kóreu á olíu og algjört bann við útflutningi á vefnaðarvörum, í þeim tilgangi að svipta ríkið helstu tekjulindum og nauðsynlegu fjármagni til að halda áfram kjarnorku- og eldflaugaáætlun sinni. Tilgangurinn er einnig að reyna að auka samningsvilja stjórnvalda í Norður-Kóreu.

Þær refsiaðgerðir sem samþykktar hafa verið nú bætast við fyrri refsiaðgerðir sem hafa takmarkað útflutning Norður-Kóreu á kolum, járni og sjávarfangi. Viðskiptaþvinganir ná nú til 90 prósenta af útflutningsvörum ríkisins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

GLERFILMUR
Glerfilmur, gluggafilmur, sand& sólarfilma. Merkismenn, sími 544- 2030 www.merk...
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Antiksalan
Antíkhúsgögn og munir í úrvali. Skoðið heimasíðuna. Erum á Facebook. Opið frá kl...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...
Utankjörfundaratkvæða- greiðsla uta
Tilkynningar
Utankjörfundaratkvæðagreiðs...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...
Framhaldssala
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...