Trump og demókratar ná samkomulagi um DACA

Donald Trump Bandaríkjaforseti snæddi með þeim Nancy Pelosi og Chuck ...
Donald Trump Bandaríkjaforseti snæddi með þeim Nancy Pelosi og Chuck Schumer, leiðtogum demókrata í fulltrúa- og öldungadeild þingsins. Þau segja samkomulag hafi náðst um DACA. AFP

Demókratar hafa náð samkomulagi við Donald Trump Bandaríkjaforseta um réttindi þeirra innflytjenda sem komu til Bandaríkjanna sem börn. Þetta hefur BBC eftir þeim Nancy Pelosi og Chuck Schumer, sem eru leiðtogar demókrata í fulltrúa- og öldungadeild þingsins. Segja þau að með samkomulaginu takist að vernda þúsundir óskráðra ungmenna frá því að vera vísað úr landi. Þá hafi einnig náðst samkomulag um að vinna að frumvarpi um aukið landamæraeftirlit þar sem hvergi sé minnst á landamæramúr Trumps.

Hvíta húsið hafnar því hins vegar alfarið að múrinn hafi verið útilokaður úr tillögunum.

Trump felldi fyrr í þessum mánuði úr gildi DACA-lögin svonefndu, sem vernduðu fyrir brottflutningi þá innflytjendur sem komu til Bandaríkjanna sem börn. Lögin eru sögð hafa náð til um 800.000 ungmenna, en Trump tilkynnti 4. september að þingið fengi sex mánuði til að leggja fram nýtt lagafrumvarp sem tæki við af DACA.

Pelosi og Schumer segja að í kjölfar kvöldverðarboðs í Hvíta húsinu, þar sem málin hafi verið rædd, hafi náðst samkomulagi um að viðhalda verndinni sem DACA feli í sér og vinna að frumvarpi um landamæraeftirlit sem báðir flokkar geti sætt sig við. Demókratar hafa ítrekað sagt að þeir muni hindra öll frumvörp sem geri ráð fyrir fjármögnun múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó, sem var eitt af helstu kosningaloforðum Trumps.

Sarah Sanders, talskona Hvíta hússins, tók öllu vægara til orða í skilaboðum sem hún sendi frá sér á Twitter. Kvöldverðurinn hefði verið „gagnlegur“, en það hefði alls ekki verið samþykkt að útiloka múrinn. 

Íhaldssamari repúblikanar hafa lýst óánægju sinni með samkomulagið, m.a. þingmaðurinn Steve King. Sagði hann á Twitter að ef fréttirnar væru sannar þá væri „stuðningsmannagrunnur Trumps hruninn, eyðilagður, óbætanlegur og sviptur varanlega öllum tálvonum. Ekkert loforð er trúanlegt,“ sagði King.

Hægriöfgafréttaveitan Breitbart, sem fyrrverandi ráðgjafi Trumps, Steve Bannon, rekur, sakaði forsetann þá um að gefa fullkomlega eftir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

hreinsa þakrennur
Hreinsa þakrennur fyrir veturinn, ryðbletta þök og tek að mér ýmis smærri verkef...
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
OZONE lofthreinsun tæki til leigu.
Rekur þú hótel/gistihús,þetta tæki eyðir allri ólykt m.a. af raka-myglu-og reyk....
 
Niðurstaða sveitarstjórnar
Tilkynningar
Samþykkt breyting á deiliskipulagi S...
Verkefnisstjóri
Stjórnunarstörf
Verkefnisstjóri Stjór...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Við byrjum daginn á opnu v...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...