Abe boðar til kosninga

Forsætisráðherra Japans, Shinzo Abe, hefur boðað til þingkosninga í landinu. Þetta kom fram á blaðamannafundi í Tókýó sem nú stendur yfir. Þing verður rofið 28. september.

Kosningarnar verða haldnar 22. október. Abe hefur verið forsætisráðherra í fimm ár. 

Vinsældir hans hafa aukist mikið að undanförnu og samkvæmt skoðanakönnunum nýtur flokkur hans fylgis 50% kjósenda.

Shinzo Abe, forsætisráðherra Japan.
Shinzo Abe, forsætisráðherra Japan. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert