Yfir 90% Kúrda vilja sjálfstæði

Massud Barzani, forseti Kúrda í sjálfsstjórnarhéraði í norðurhluta Íraks.
Massud Barzani, forseti Kúrda í sjálfsstjórnarhéraði í norðurhluta Íraks. AFP

92,73% Kúrda í sjálfsstjórnarhéraði í norðurhluta Íraks vilja lýsa yfir sjálfstæði. Þetta er niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslu sem fram fór í héraðinu á mánudag. Kosningaþátttaka var 72,61%.

Atkvæðagreiðslan hefur valdið tirtingi í alþjóðasamfélaginu og hefur ríkisstjórn Íraks með forsætisráðherrann Haider al-Abadi í fararbroddi neitað að viðurkenna úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar og segja hana ólöglega.

For­seti héraðsins og leiðtogi sjálfstæðissinna Kúrda, Massud Barz­ani, segir að niðurstaða atkvæðagreiðslunnar leiði ekki til tafarlausrar sjálfstæðisyfirlýsingar en ætti í stað þess að opna á viðræður um sjálfstæði við yfirvöld í Írak.

Forsætisráðherra Íraks er á öðru máli. „Þjóðaratkvæðagreiðsluna verður að ógilda. Við munum aldrei hefja viðræður um sjálfstæði sem byggja á niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar,“ segir Abadi.

Bazrani segir á móti að þjóðaratkvæðagreiðslunni sé ekki ætlað að loka á landamæri Íraks og Kúrdistans, heldur muni niðurstaðan leysa ótal vandamál.

92,73% Kúrda í sjálfsstjórnarhéraði í norðurhluta Íraks vilja lýsa yfir …
92,73% Kúrda í sjálfsstjórnarhéraði í norðurhluta Íraks vilja lýsa yfir sjálfstæði. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert