Spænskum löggum vísað út af hóteli

Óeirðalögreglumenn að störfum í gær.
Óeirðalögreglumenn að störfum í gær. AFP

Hátt í tvö hundruð sérsveita- og óeirðalögreglumönnum sem voru sendir til Katalóníu til að stöðva atkvæðagreiðslu vegna sjálfstæðis héraðsins frá Spáni, var vikið út af hótelinu þar sem þeir dvöldu.

Þetta sagði stéttarfélag þeirra. Ástæðan er reiði yfir ofbeldi lögreglunnar í tengslum við atkvæðagreiðsluna.

Stéttarfélag lögreglunnar, AUGC, sagði að hópur fólks sem var óánægt með ofbeldi lögreglunnar í gær hafi staðið fyrir utan Hotel Vila þar til snemma í morgun. „Eftir langan og strangan vinnudag var hrópað á lögreglumennina, þeir kallaðir öllum illum nöfnum og flöskum var kastað,“ sagði í yfirlýsingu félagsins.

Í morgun ákváðu stjórnendur hótelsins að biðja lögreglumennina um að yfirgefa staðinn.

Að minnsta kosti 844 hafa leitað sér lækn­isaðstoðar vegna óeirðanna í gær og af þeim voru rúm­lega 90 með áverka. Þá hafa 33 lög­reglu­menn leitað sér lækn­isaðstoðar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert