Ishiguro hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels

Kazuo Ishiguro við frumsýningu á Never Let Me Go á …
Kazuo Ishiguro við frumsýningu á Never Let Me Go á kvikmyndahátíðinni í Toronto. AFP

Breski rithöfundurinn Kazuo Ishiguro hlýtur bókmennaverðlaun Nóbels í ár. Ishiguro skrifaði meðal annars verðlaunabækurnar The Remains of the Day og Never Let Me Go.

The Remains of the Day kom út í íslenskri þýðingu Sigurðar A. Magnússonar) árið 1989 og heitir á íslensku Dreggjar dagsins. 

Bækur Kazuo Ishiguro eru þegar komnar í glugga bókaverslana í …
Bækur Kazuo Ishiguro eru þegar komnar í glugga bókaverslana í Stokkhólmi, aðeins nokkrum mínútum eftir að sænska bókmenntaakademían tilkynnti um valið. AFP

Bók Ishiguro Never let me go kom út í íslenskri þýðingu hjá Bjarti árið 2005. Í Lesbók Morgunblaðsins það sama ár segir svo um bókina: 

 Umfjöllunarefni Ishiguro er að þessu sinni klónun, en sagan greinir frá þremur barnungum klónum, Kathy, Tommy og Ruth, sem alin eru upp á munaðarleysingjahæli, en eini tilgangur þeirra í lífinu er að vera líffæragjafar einhvern tímann í óljósri framtíð. Ungmennin þrjú hafa heyrt að ástin eða jafnvel listin geti frestað hinum óumflýjanlegum örlögum um tíma og fá þau öll þrjú tækifæri til að lifa í samfélagi manna um óákveðin tíma meðan þau bíða eftir kallinu.
Í sögunni fylgjumst við með kynnum þeirra af samfélaginu og að mati gagnrýnanda er skilningsskortur ungmennanna á heiminum sem þau lifa í bæði fyndinn og hjartnæmur. Þegar öllu er á botninn hvolft snýst saga Ishiguro, að mati gagnrýnanda, í raun ekki um klónun heldur miklu fremur um sífellt niðurbrot vonarinnar og um það hvernig við bælum öll niður vitneskjuna um að í þessu lífi bregðast allar manneskjur hver annarri, eldast og grotna að lokum niður. Þannig velti bókin upp þeirri spurningu hvers vegna við lifum ekki lífsins til fulls. Segist gagnrýnandinn sannfærður um að bókin veki hjá lesendum löngun til að gera allt það sem fái þá til að finnast þeir meira lifandi og einbeittari.
Bækur Kazuo Ishiguro.
Bækur Kazuo Ishiguro. AFP

Ishiguro er fæddur 8. nóvember 1954 í Nagasaki í Japan en fjölskylda hans flutti til Englands árið 1960. Ishiguro lauk BA frá háskólanum í Kent árið 1978 og meistaragráðu í skapandi skrifum árið 1980 frá East Anglia háskólanum. 

Hann er einn þekktasti skáldsagnahöfundur samtímans í enskumælandi löndum.  Hann hefur fjórum sinnum verið tilnefndur til Man Booker verðlaunanna og hlaut þau árið 1989 fyrir bók sína The Remains of the Day. Árið 2008 setti The Times hann í 32. sæti listann yfir 50 merkustu rithöfunda Bretlands frá árinu 1945. Sjöunda skálsaga hans The Buried Giant var gefin út árið 2015.

Þegar BBC náði sambandi við Ishiguro eftir að sænska Nóbelsakademían tilkynnti um valið klukkan 11 í morgun hélt hann að það væri verið að gera at í sér.

„Þetta er stórkostlegur heiður, aðallega vegna þess að þetta þýðir að ég er við fótskör merkustu rithöfunda sem uppi hafa verið. Svo þetta er frábært hrós,“ segir rithöfundurinn.

Tvær fyrstu bækur hans A Pale View of Hills, sem kom út árið 1982  og An Artist of the Floating World sem kom út árið 1986, gerast í Nagasaki nokkrum árum eftir að seinni heimstyrjöldinni lauk. Þrátt fyrir að hafa búið fyrstu fimm ár ævi sinnar í Japan kom Ishiguro ekki þangað fyrr en á fullorðinsárum.

2016: Bob Dylan, Bandaríkin
2015:Svetl­ana Al­ex­ievich, Hvíta-Rússlandi
2014: Pat­rick Modiano, Frakk­land
2013: Alice Mun­ro, Kan­ada
2012: Mo Yan, Kína
2011: Tom­as Tranströ­mer, Svíþjóð
2010: Mario Vargas Llosa, Perú
2009: Herta Müller, Þýskalandi
2008: Jean-Marie Gusta­ve Le Clézio, Frakklandi
2007: Dor­is Less­ing, Englandi
2006: Or­h­an Pamuk, Tyrklandi
2005: Harold Pin­ter, Englandi
2004: Elfriede Jel­inek, Aust­ur­ríki
2003: John Maxwell Coetzee, Suður-Afr­íku
2002: Imre Kertesz, Ung­verjalandi
2001: V.S. Naipaul, Breti frá Trini­dad
2000: Gao Xingji­an, Frakki fædd­ur í Kína
1999: Gün­ter Grass, Þýskalandi
1998: José Saramago, Portúgal 
1997: Dario Fo, Ítal­íu
1996: Wislawa Szym­borska, Póllandi
1995: Seam­us Hea­ney, Írlandi
1994: Kenza­buro Oe, Jap­an
1993: Toni Morri­son, Banda­ríkj­un­um
1992: Derek Walcott, Sankti Lús­íu
1991: Nadine Gordi­mer, Suður-Afr­íka
1990: Octa­vio Paz, Mexí­kó
1989: Cami­lo Jose Cela, Spáni
1988: Naguib Mah­fouz, Egyptalandi
1987: Joseph Brod­sky, Banda­ríkjamaður fædd­ur í Rússlandi
1986: Wole Soy­inka, Níg­er­íu
1985: Clau­de Simon, Frakklandi
1984: Jaroslav Sei­fert, Tékklandi
1983: William Gold­ing, Bretlandi
1982: Gabriel Garcia Marqu­ez, Kól­umb­íu
1981: Eli­as Ca­netti, Breti fædd­ur í Búlgaríu
1980: Czeslaw Mi­losz, Banda­ríkjamaður fædd­ur í Póllandi
1979: Odysseus Elyt­is, Grikklandi
1978: Isaac Bashevis Sin­ger, Banda­ríkjamaður fædd­ur í Póllandi
1977: Vicente Al­eix­andre, Spáni
1976: Saul Bellow, Banda­ríkjamaður fædd­ur í Kan­ada
1975: Eu­genio Montale, Ítal­íu
1974: Ey­vind John­son og Harry Mart­in­son, Svíþjóð
1973: Pat­rick White, Ástr­ali fædd­ur í Bretlandi
1972: Heinrich Böll, Þýskalandi
1971: Pablo Neruda, Chile
1970: Al­ex­and­er Solzhenit­syn, Rússlandi
1969: Samu­el Beckett, Írlandi
1968: Ya­sun­ari Kawabata, Jap­an
1967: Migu­el A. Ast­uri­as, Gvatemala
1966: Shmu­el Y. Agnon, Ísra­eli fædd­ur í Póllandi, og Nelly Sachs, Svíi fædd í Þýskalandi
1965: Mik­hail Sholok­hov, Rússlandi
1964: Jean-Paul Sartre, Frakklandi (afþakkaði verðlaun­in)
1963: Gi­orgos Sefer­is, Grikki fædd­ur í Tyrklandi
1962: John Stein­beck, Banda­ríkj­un­um
1961: Ivo Andric, Júgó­slav­íu
1960: Saint-John Per­se, Frakklandi
1959: Sal­vatore Quasimoto, Ítal­íu
1958: Bor­is Pasternak, Sov­ét­ríkj­um­um
1957: Al­bert Cam­us, Frakklandi
1956: Juan Ramón Jimé­nez, Spáni
1955: Hall­dór Kilj­an Lax­ness, Íslandi
1954: Er­nest Hem­ingway, Banda­ríkj­un­um
1953: Winst­on Churchill, Bretlandi
1952: Franço­is Mauriac, Frakklandi
1951: Pär Lag­erkvist, Svíþjóð
1950: Bertrand Rus­sell, Bretlandi
1949: William Faul­kner, Banda­ríkj­un­um
1948: Thom­as Ste­arns Eliot, Banda­ríkj­un­um
1947: André Gide, Frakklandi
1946: Her­mann Hesse, Sviss
1945: Gabriela Mistr­al, Chile
1944: Johann­es V. Jen­sen, Dan­mörku
1939: Frans Eem­il Sill­an­pää, Finn­landi
1938: Pe­arl S. Buck, Banda­ríkj­un­um
1937: Roger Mart­in du Gard, Frakklandi
1936: Eu­gene O'­Neill, Banda­ríkj­un­um
1934: Luigi Pir­and­ello, Ítal­íu
1933: Ivan Bun­in, Sov­ét­ríkj­un­um
1932: John Galswort­hy, Bretlandi
1931: Erik Axel Karl­feldt, Svíþjóð
1930: Sincla­ir Lew­is, Banda­ríkj­un­um
1929: Thom­as Mann, Þýskalandi
1928: Sigrid Und­set, Nor­egi
1927: Henri Berg­son, Frakklandi
1926: Grazia Deledda, Ítal­íu
1925: Geor­ge Bern­ard Shaw, Írlandi
1924: Wla­dyslaw Reymont, Póllandi
1923: William Butler Yeats, Írlandi
1922: Jac­into Bena­vente, Frakklandi
1921: Anatole France, Frakklandi
1920: Knut Hams­un, Nor­egi
1919: Carl Spitteler, Sviss
1917: Karl Gj­ell­erup og Henrik Pontoppi­dan, Dan­mörku
1916: Verner von Heidenstam, Svíþjóð
1915: Romain Rol­land, Frakklandi
1913: Rabindr­an­ath Tag­ore, Indlandi
1912: Ger­hart Haupt­mann, Þýskalandi
1911: Maurice Maeterl­inck, Belg­íu
1910: Paul Heyse, Þýskalandi
1909: Selma Lag­er­löf, Svíþjóð
1908: Rud­olf Eucken, Þýskalandi
1907: Ru­dy­ard Kipling, Bretlandi
1906: Gi­os­uè Car­ducci, Ítal­íu
1905: Henryk Sienkiewicz, Póllandi
1904: Fré­déric Mistr­al og José Echeg­aray, Spáni
1903: Bjørn­stjer­ne Bjørnson, Nor­egi
1902: Theodor Momm­sen, Þýskalandi
1901: Sully Prudhomme, Frakklandi

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert