Þjóðhátíðarstemning á mótmælunum

Mótmælin fóru vel fram.
Mótmælin fóru vel fram. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

„Þetta fór mjög vel fram og var meira eins og þjóðhátíðarstemning,“ segir Ásdís Ásgeirsdóttir blaðamaður sem var á mótmælunum í Barcelona á Spáni. Fólkið kom saman til að mót­mæla sjálf­stæði Katalón­íu. Lögreglan telur að um 350 þúsund manns hafi tekið þátt í mótmælunum en skipu­leggj­end­ur sjálfir segja aft­ur á móti að á bil­inu 930 til 950 manns hafi tekið þátt. 

Ásdís er á hóteli í miðbænum og strax um klukkan níu í morgun fór fólk að streyma í bæinn með fána á lofti og syngja söngva. „Það streymdi fólk endalaust í bæinn en upp úr klukkan tvö fór fjöldinn að þynnast,“ segir Ásdís. Hún segir þetta hafi verið mikla upplifun sérstaklega fyrir „túrista frá Íslandi.“

Hún sagði mótmælin hafa farið vel fram og að hún hafi ekki orðið vör við neinar uppákomur. Lögreglan hafi ekki verið mjög sýnileg. Flestir sem tóku þátt í mótmælunum var eldra fólk og ekki bar mikið á ungu fólki. 

Spænski fáninn var áberandi í mótmælunum.
Spænski fáninn var áberandi í mótmælunum. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Setið of lengi hljóð 

„Kannski höfum við setið hljóð hjá og lengi,“ sagði Alejandro Marcos einn af mótmælendunum við fréttastofu AFP. Hann bætti við að það virtist sem svo að þeir sem hafa hæst vinni baráttuna. „Við verðum því að hækka rödd okkar og segja skýrt að við viljum ekki sjálfstæði.“

mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert