350 þúsund tóku þátt í mótmælunum

Frá mótmælunum í morgun.
Frá mótmælunum í morgun. AFP

Um 350 þúsund manns komu saman í Barcelona í morgun til að mótmæla sjálfstæði Katalóníu, að sögn lögreglunnar. Skipuleggjendur mótmælanna segja aftur á móti að á bilinu 930 til 950 þúsund manns hafi tekið þátt í mótmælunum.

Frá mótmælunum í Barcelona í morgun.
Frá mótmælunum í Barcelona í morgun. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Aðskilnaðarsinnar í Katalóníu hafa heitið því að lýsa yfir sjálfstæði síðar í vikunni eftir þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir viku síðan sem spænsk stjórnvöld segja ólöglega.

Mót­mæl­in í morgun voru skipu­lögð af Societat Civil Ca­tal­ana sem eru helstu sam­tök­in sem eru mót­fall­in sjálf­stæði héraðsins.

Ný­leg­ar skoðanakann­an­ir hafa sýnt að Katalón­ar skipt­ast í tvo hópa varðandi sjálf­stæði. 

AFP
AFP
mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert