Gagnrýnir NBC vegna „falskrar“ fréttar

Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Donald Trump Bandaríkjaforseti. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur gefið í skyn að fréttamenn bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar NBC ættu að missa vinnuna sína eftir að frétt þeirra um stefnu forsetans í kjarnorkuvopnamálum var birt. Hann segir fréttina vera falska.

Trump neitaði á Twitter-síðu sinni að hafa beðið um að fjölgað verði til muna í kjarnorkuvopnabúri Bandaríkjamanna.

NBC greindi frá því að Trump hafi síðasta sumar sagt hershöfðingjum og aðstoðarmönnum í öryggismálum að „hann vildi það sem nemur næstum tífaldri fjölgun vopna í kjarnorkuvopnabúri Bandaríkjanna“.

„Þegar allar þessar fölsku fréttir eru að koma frá NBC og hinum sjónvarpsstöðvunum, hvenær væri við hæfi að afturkalla starfsleyfi þeirra? Slæmt fyrir landið!“ tísti Trump.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert