Viðræður standa yfir í Raqqa

Hermaður horfir yfir borgina Raqqa.
Hermaður horfir yfir borgina Raqqa. AFP

Viðræður eru uppi um að óbreyttir borgarar sem eru fastir í sýrlensku borginni Raqqa komist þaðan í burtu heilir á húfi.

Hersveitir sem Bandaríkjamenn styðja eru að undirbúa lokatilraun til að endurheimta borgina af hryðjuverkasamtökunum Ríki íslams.

Sýrlenski lýðræðisherinn, sem er bandalag hersveita Kúrda og araba, hafa náð á sitt vald um 90 prósentum af borginni frá Ríki íslams síðan þær brutu sér leið inn í borgina í júní.

Liðsmenn Ríkis íslams hafa verið umkringdir á nokkrum stöðum en þúsundir óbreyttra borgara eru enn fastar í borginni. Sumir þeirra eru notaðir sem mannlegir skildir í baráttunni um borgina.

Kona sem var notuð sem mannlegur skjöldur af Ríki íslams …
Kona sem var notuð sem mannlegur skjöldur af Ríki íslams heldur á nýfæddu barni. AFP

„Borgarráð Raqqa leiðir viðræður um það hvernig best er að leyfa óbreyttum borgurum sem eru fastir inni vegna Daesh að yfirgefa borgina. Sumir þeirra eru notaðir sem mannlegir skildir af hryðjuverkamönnunum,“ sagði starfsmaður hersveita bandamanna.

„Ef við komumst að því að þeir sem fara frá Raqqa hafa barist fyrir Daesh þá verða þeir afhentir yfirvöldum.“

Mannréttindasamtökin Syrian Observatory for Human Rights segja að lögð verði áhersla á það í viðræðunum að hleypa liðsmönnum Ríkis íslands sem hafa gefist upp, út úr borginni ásamt fjölskyldum þeirra.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert