„Þjóðarskömm“ drepur 140 daglega

Donald Trump.
Donald Trump. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur lýst því yfir að fíkn Bandaríkjamanna í lyfsseðilsskyld lyf sé stórt heilsufarslegt vandamál. Trump sagði þetta „þjóðarskömm“ og kynnti áætlun þar sem draga á úr misnotkun sterkja verkalyfja, sem drepa 140 Bandaríkjamenn daglega. 

Áður hafði forsetinn lofað því að lýsa yfir neyðarástandi, sem myndi tryggja ríkjum Bandaríkjanna fjármagn til að berjast við þessa lyfjaplágu. Helmingur lyfjatengdra dauðsfalla í landinu er vegna lyfseðilsskyldra lyfja.

„Fleiri láta lífið árlega vegna þess að þeir taka of stóran skammt heldur en eftir skotsár og í mótorhjólaslysum,“ sagði Trump í Hvíta húsinu í dag.

„Bandaríkin eru stærsti neytandi þessara lyfja og nota fleiri sterk verkjalyf á mann en öll önnur lönd í heiminum,“ bætti Trump við. 

Forsetinn minntist einnig bróður síns á fréttamannafundinum í dag. Fred Trump var alkahólisti en hann lést árið 1981, 43 ára gamall.

„Hann var frábær gaur, með miklu betri persónuleika en ég. Hann glímdi við vanda og sagði mér að forðast drykkjuna. Ég hef fylgt ráðum hans. Ævi hans var þyrnum stráð vegna sjúkdómsins en ég lærði vegna hans,“ sagði Trump.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert