Trump lagður af stað til Asíu

Donald Trump við minnisvarðann á Hawaii ásamt eiginkonu sinni Melaniu.
Donald Trump við minnisvarðann á Hawaii ásamt eiginkonu sinni Melaniu. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti er farinn í ellefu daga opinbera heimsókn til Asíu. Forsetinn mun heimsækja Japan, Suður-Kóreu, Kína, Víetnam og Filippseyjar.

Þetta verður lengsta ferðalag bandarísks forseta um Asíu í 25 ár, að því er kemur fram á BBC.  

Ferðin kemur á sama tíma og aukin spenna hefur verið á Kóreuskaganum vegna kjarnorkuáætlunar Norður-Kóreu og eldflaugaskota þeirra.

Búist er við því að Trump lýsi yfir samstöðu sinni með Suður-Kóreu og Japan en að hann muni einnig setja aukinn þrýsting á Kínverja vegna málefna Norður-Kóreu.

Trump flaug fyrst til Hawaii þar sem hann skoðaði minnisvarða um þá sem létust í árásinni á Pearl Harbour.

Bandaríkin drógust inn í síðari heimsstyrjöldina eftir árásina, sem átti sér stað 1941.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert