Drottningin með peninga á aflandseyjum

Elísabet Englandsdrottning.
Elísabet Englandsdrottning. AFP

Elísabet Englandstrottning og viðskiptaráðherra Bandaríkjanna koma við sögu í Paradísarskjölunum, risastórum gagnaleka á skjölum sem tengjast peningum  á aflandseyjum.  

Fram kemur að stórar upphæðir úr einkasjóðum drottningarinnar hafa verið geymdar á aflandseyjum. Upphæðin nemur um 10 milljónum punda, eða um 1,4 milljörðum króna, og var hún sett í sjóði á Cayman-eyjum og Bermúda.

Ekkert ólöglegt er við fjárfestingarnar og ekkert bendir til þess að drottningin borgi ekki skatt af peningunum. Í umfjöllun BBC kemur aftur á móti fram að spurningar vakni um hvort drottningin eigi yfir höfuð að geyma peninga á aflandseyjum.

Um 100 fjölmiðlar rannsaka nú skjölin, þar á meðal BBC Panorama. Alls eru 13,4 milljónir skjala í Paradísarskjölunum.

Fleiri fregnir af skjölunum munu halda áfram að birtast næstu vikuna og verður þar greint frá skatta- og fjármálum hundruða manna og fyrirtækja.

Stjórnmálamenn og fólk úr skemmtanabransanum er á meðal þeirra sem koma við sögu í Paradísarskjölunum svokölluðu.

Wilbur Ross ásamt Donald Trump.
Wilbur Ross ásamt Donald Trump. AFP

Einnig kemur fram að Wilbur Ross, viðskiptaráðherra Bandaríkjastjórnar, tengist fyrirtæki sem þénar milljónir dollara á ári vegna flutnings á olíu og gasi fyrir rússneskt orkufyrirtæki. Á meðal hluthafa þess er tengdasonur Vladimírs Pútíns, forseta Rússlands, og tveir menn sem hafa verið beittir viðskiptaþvingunum af Bandaríkjunum.

Þetta hefur vakið spurningar um tengsl Donalds Trumps við Rússa og rannsóknina sem stendur yfir vegna þeirra.

Ashcroft lávarður, fyrrverandi varaformaður breska Íhaldsflokksins, kemur einnig við sögu í skjölunum. Hugsanlegt er að hann hafi brotið reglur vegna fjárfestinga sinna á aflandseyjum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert