Friður aldrei tryggður með vopnum

Vladímír Pútín Rússlandsforseti og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ræddu saman …
Vladímír Pútín Rússlandsforseti og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ræddu saman í Víetnam í morgun. AFP

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segjast sammála um hvernig binda eigi endi á stríðsátökin í Sýrlandi. Þeir segja að friður verði aldrei tryggður með vopnum og hvetja stríðandi fylkingar til að koma að friðarviðræðum. Þetta kom fram í sameiginlegri yfirlýsingu sem þeir sendu frá sér.

Þeir hittust í borginni Danang í Víetnam í morgun á fundi leiðtoga APEC, samtaka Asíu- og Kyrrahafsríkja. Þar ræddust þeir stuttlega við og skömmu seinna birtist yfirlýsing þeirra. 

Frá árinu 2015 hafa Rússar stutt stjórnarher Sýrlands en Bandaríkjamenn hafa stutt Íraka og bandamenn þeirra. Báðar fylkingar hafa barist gegn liðsmönnum Ríkis íslams. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert