Gengið til stuðnings þolendum ofbeldis

#MeToo.
#MeToo. Ljósmynd verilymag.com

Hundruð tóku þátt í göngu til stuðnings fórnarlömbum kynferðilegrar áreitni og ofbeldis í Hollywood í gærkvöldi en gangan var gengin undir merkjum #MeToo. 

Undanfarnar vikur hafa borist fregnir af kynferðislegri áreitni, kynferðislegu ofbeldi og nauðgunum af hálfu þekktra einstaklinga í kvikmyndaborginni en allt hófst þetta með frétt um kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein.

Upphaf göngunnar var á Hollywood Boulevard og þaðan var gengið að höfuðstöðvum CNN. Konur voru fjölmennari en karlar í göngunni. Tara McNamarra, 21 árs íbúi í Los Angeles, sagði í samtali við Reuters að það hefði verið hreinsandi að taka þátt í göngunni eftir að hafa látið ásakanir um kynferðislegt ofbeldi sem vind um eyru þjóta árum saman.

„Ég hef margoft verið áreitt kynferðislega,“ segir hún. „Þetta hefur gerst á öllum skeiðum lífs míns,“ bætti hún við í samtali við Reuters.

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert