Geislavirkni mældist í Rússlandi

Geislavirknin mældist mjög mikil í lok september og fram í …
Geislavirknin mældist mjög mikil í lok september og fram í október.

Kjarnorkustofnun Rússlands, Rosatom, neitar að nokkur óhöpp hafi átt sér stað hjá þeim í kjölfar þess að magn geislavirka efnisins rúteníum 106 fannst í andrúmslofti í landinu.

„Það hafa ekki orðið neinn tilvik í kjarnorkukerfum í Rússlandi,“ sagði talsmaður Rosatom í samtali við AFP.

Samkvæmt frétt Guardian fann veðurstofa Rússlands mjög mikið magn af hinu geislavirka efni á nokkrum stöðum í landinu í september. Mest mældist magnið í þorpinu Argayash, þorpi í nágrenni Úralfjalla. Náttúruverndarsamtökin Greenpeace kröfðust þess í gær að Rosatom færi í allsherjar rannsókn á málinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert