Sýknaður af að skjóta mann á hnjánum

AR-15-riffill eins og sá sem Daniel Shaver var skotinn með.
AR-15-riffill eins og sá sem Daniel Shaver var skotinn með. AFP

Lögreglumaðurinn Philip Brailsford, sem skaut Daniel Shaver til bana á hótelgangi í Arizona í ársbyrjun 2016 hefur verið sýknaður af morði af annarri gráðu, sem og manndrápi. 

Myndbandsupptökur sem voru gerðar opinberar í kjölfar dómsins sýna Shaver, 26 ára giftan mann með tvö börn, á hnjánum. Shaver fer eftir fyrirmælum Brailsford í nokkrar mínútur og segir „ekki skjóta mig“ endurtekið. 

Shaver var undir áhrifum áfengis og þegar hann færði höndina til, hugsanlega til að toga stuttbuxurnar upp, skaut Brailsford hann fimm sinnum með AR-15-riffli. 

Í skýrslum lögreglu kemur fram að lögreglumennirnir hafi verið kallaðir á vettvang eftir að tilkynnt var um mann með riffil á fimmtu hæð hótelsins. Lögreglumennirnir fundu Shaver óvopnaðan á herbergi sínu.

Lögreglan á svæðinu kom Brailsford til varnar og sagði að hann hefði brugðist við í samræmi við þjálfun sína. Lögfræðingur eiginkonu Shaver sagði að um aftöku væri að ræða. „Réttarkerfið hefur algjörlega brugðist Daniel og fjölskyldu hans,“ sagði hann. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert