Vilja að þjóðir heims viðurkenni Palestínu

AFP

Leiðtogar 57 múslimaríkja hafa biðlað til þjóða heimsins að viðurkenna „Palestínu sem sjálfstætt ríki og austurhluta Jerúsalem sem höfuðborg þess.“

Í yfirlýsingu frá samtökum íslamskra ríkja (OIC) segir að ákvörðun Donald Trump að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels sé marklaus og ógild. Þar segir jafnframt að með þessu útspili hafi Trump stimplað Bandaríkin út sem sáttasemjari í friðarviðræðum fyrir botni Miðjarðarhafs. BBC greinir frá.

Forseti Palestínu, Mahmoud Abbas, hefur sagt að Sameinuðu þjóðirnar eigi að taka við því hlutverki í friðarviðræðunum. Hann í ræðu á fundi samtaka íslamskra ríkja í Istanbúl í Tyrklandi að það var óásættanlegt að Bandaríkjamenn færu með hlutverk sáttasemjara vegna hlutdrægni sinnar í garð Ísrael.

Trump hefur sagt að með ákvörðun sinni sé hann aðeins að viðurkenna raunveruleikann. Hann sé ekki að taka afstöðu varðandi friðarsamkomulagið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert