Tíu slasaðir í sprengingu í Pétursborg

Frá vettvangi í Pétursborg í dag.
Frá vettvangi í Pétursborg í dag. AFP

Tíu eru slasaðir eftir að heimatilbúin sprengja sprakk í verslunarmiðstöð í Pétursborg í Rússlandi í dag. Enginn hinna slösuðu er í lífshættu.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er talið að sprengjan sé heimatilbúin og er atburðurinn rannsakaður sem morðtilraun. „Samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum sprakk óþekktur hlutur inni í verslun,“ segir í tilkynningu frá talsmanni rannsóknarnefndar sem fer með rannsókn málsins.

Í tilkynningunni kemur jafnframt fram að sprengingin var á við 200 grömm af TNT-sprengiefni. Þá hafði ýmiss konar smáhlutum verið komið fyrir inni í sprengjunni til að valda sem mestum skaða.

Fámennt var í verslunarmiðstöðinni þegar sprengjan sprakk en hún var rýmd í kjölfarið. Enginn eldur kviknaði og verslunin þar sem sprengjan sprakk varð ekki fyrir miklum skemmdum.

Talið er að sprengjan sem sprakk hafi verið heimatilbúin.
Talið er að sprengjan sem sprakk hafi verið heimatilbúin. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert