Pútín: Árásin var hryðjuverk

Lögreglumaður stendur vörð við afgirt svæði umhverfi stórmarkaðinn í St. …
Lögreglumaður stendur vörð við afgirt svæði umhverfi stórmarkaðinn í St. Pétursborg. AFP

Vladimír Pútín Rússlandsforseti segir að sprenging sem varð í stórmarkaði í St. Pétursborg í gær hafi verið hryðjuverk. Þrettán særðust í árásinni.

„Eins og þið vitið var hryðjuverk framið í St. Pétursborg í gær,“ sagði Pútín á fundi með herforingum í Kreml í dag. 

Heimatilbúin sprengja sprakk í geymsluskáp í stórmarkaðinum í gærkvöldi, að því er lögregluyfirvöld segja. 

Í apríl létust fimmtán í borginni eftir að sprengja sprakk í lest. Hópur sem tengist Al-Qaeda sagðist bera ábyrgð á því tilræði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert