Flóttakýr sem öðlaðist frægð

AFP

Hollensk kýr getur andað rólegar eftir að hafa flúið þegar flytja átti hana í sláturhús fyrir rúmum fjórum vikum og farið huldu höfði í skóglendi í norðurhluta Hollands.

Flótti kýrinnar vakti mikla athygli og hófst í kjölfarið söfnun fyrir hana á netinu sem skilaði 48 þúsund evrum sem nemur um 6 milljónum króna. Mikið var fjallað um hana á samfélagsmiðlum og má með sanni segja að flóttinni hafi leitt til frægðar.

Féð sem safnaðist þýðir að kýrin, sem heitir Hermien, getur lifað það sem eftir er án þess að þurfa að óttast það að vera send í sláturhúsið. Kýrin hélt lífi með því að stelast inn í hlöður og ná sér í mat. Enn hefur ekki tekist að hafa hendur í hári hennar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert