Harðlega gagnrýndur fyrir nýtt húðflúr

Raheem Sterling á æfingu enska landsliðsins í gær.
Raheem Sterling á æfingu enska landsliðsins í gær. AFP

Enski knattspyrnumaðurinn Raheem Sterling hefur þurft að verja ákvörðun sína um nýtt húðflúr en hann segir að byssa á hægri fæti hans hafi djúpstæða merkingu og tengist föður hans heitnum.

Hópar sem berjast gegn byssueign hafa gagnrýnt sóknarmanninn sem leikur með Manchester City eftir að hann deildi mynd þar sem sjá má nýja flúrið; M16 riffil á fætinum.

Gagnrýnendur hafa sagt að myndin sé „algjörlega óásættanleg.“

Sterling hefur sjálfur sagt að hann muni aldrei snerta skotvopn eftir að faðir hans var skotinn til bana þegar Sterling var strákur.

Lucy Cope, sem stofnaði samstökin „Mæður gegn byssum“ eftir að sonur hennar var myrtur árið 2012 segir að Sterling ætti ekki að leika með Englandi á heimsmeistaramótinu í Rússlandi nema hann losi sig við húðflúrið.

„Þetta er ógeðslegt. Sterling ætti að skammst sín. Við krefjumst þess að hann láti fjarlægja þetta húðflúr,“ var meðal annars haft eftir Cope í enskum fjölmiðlum.

„Ef hann neitar því ætti hann ekki að fara með til Rússlands,“ bætti hún við.

Sterling útskýrði húðflúrið fyrir fylgjendum sínum á Instagram í gær.
Sterling útskýrði húðflúrið fyrir fylgjendum sínum á Instagram í gær. Ljósmynd/Sterling-Instagram
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert