Seehofer hyggst segja af sér

Horst Seehofer mun láta af embætti innanríkisráðherra Þýskalands samkvæmt heimildum …
Horst Seehofer mun láta af embætti innanríkisráðherra Þýskalands samkvæmt heimildum AFP. AFP

Horst Seehofer, innanríkisráðherra Þýskalands, hyggst segja af sér, bæði sem ráðherra og sem leiðtogi CSU, flokks kristilegra demókrata í Bæjaralandi, í kjölfar deilna hans við Angelu Merkel Þýsklandskanslara um innflytjendamál. 

Þetta hefur AFP-fréttaveitan eftir heimildarmönnum. 

Fólksflutningar hælisleitenda innan sambandsins hafa verið eitur í beinum Seehofer og ágreiningur milli hans og Merkel um þá höfðu nýlega telft framtíð ríkisstjórnar hennar í tvísýnu.

Seehofer hafði gefið Merkel frest til 1. júlí til þess að marka stefnu í málinu ásamt öðrum Evrópuleiðtogum en annars sagst munu fara þvert á stefnu hennar og vísa burt innflytjendum sem skráðir hafa verið hjá öðrum Evrópuríkjum við þýsku landamærin.

Greint var frá því í gær, að Merkel hefði lagt fram hug­mynd­ir um aðgerðir til að tak­marka flæði flótta­manna til lands­ins. Þetta kom fram í skjali sem ætlað er sam­starfs­flokk­um henn­ar í rík­is­stjórn. Lagt er til að hæl­is­leit­end­ur sem koma til Þýska­lands eft­ir að hafa fyrst verið skráðir í öðru ríki verði færðir til lokaðra miðstöðva á borð við þeirra sem samið var um á leiðtoga­fund­in­um.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert