Auka þurfi varnir ESB

Emmanuel Macron, forseti Frakklands, ávarpaði sendiherra Frakklands í forsetahöllinni í …
Emmanuel Macron, forseti Frakklands, ávarpaði sendiherra Frakklands í forsetahöllinni í París í dag. AFP

Forseti Frakklands, Emmanuel Macron, ætlar að leggja það til við Evrópusambandið að auka varnir ríkja sambandsins. Tímabært sé að ESB hætti að reiða sig á mátt Bandaríkjanna á öryggis- og varnarsviðinu.

„Evrópa getur ekki lengur reitt sig á Bandaríkin þegar kemur að öryggismálum. Það er í okkar höndum að tryggja öryggi Evrópu,“ sagði Macron meðal annars í ræðu sem hann flutti í Frakklandi í dag. 

Macron kynnti helstu áherslur sínar í dag og þar hvetur hann til nánara samstarfs meðal ríkja ESB sem sé besta vörnin gegn aukinni þjóðernishyggju. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert