„Duterte virðist hata konur“

Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja.
Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja. AFP

Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, hefur verið harðlega gagnrýndur eftir að hann sagði að fegurð kvenna útskýrði fjölda nauðgana í landinu.

„Sagt er að mörg nauðgunarmál komi upp í Davao,“ sagði forsetinn í ræðu í vikunni en Davao er heimaborg hans.

„Á meðan fallegur konur eru til þá verða margar nauðganir,“ sagði Duterte.

Aðgerðasinninn og talsmaður fyrir réttindum kvenna, Elizabeth Angsioco, segir að ummæli forsetans ógni konum í landinu og geri lítið úr nauðgunum.

„Duterte virðist hata konur það mikið að hann lætur eins og nauðganir séu eðlilegar. Þetta er algjörlega óásættanlegt. Það er ekki eins og einhver maður segi þetta; við erum að tala um forsetann,“ sagði Angsioco.

„Hann lætur fólk halda að einungis fallegum konum sé nauðgað og lætur karlmenn halda að nauðganir séu í lagi,“ bætti hún við.

Duterte tók við for­seta­embætt­inu í júlí 2016 og hef­ur síðan þá helst vakið at­hygli fyr­ir grimmi­lega ein­ræðistil­b­urði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka