Samþykktu tilnefningu Kavanaugh

Brett Kavanaugh.
Brett Kavanaugh. WIN MCNAMEE

Fulltrúar í dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings hafa samþykkt tilnefningu Brett Kavanaugh sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilnefnt í Hæstarétt Bandaríkjanna.

Þrjár kon­ur hafa stigið fram og sakað Kavan­augh um kyn­ferðisof­beldi. Tvær gagn­vart þeim sjálf­um en sú þriðja seg­ist hafa orðið vitni að slíkri hegðun af hans hálfu. Meint brot áttu sér stað þegar Kavan­augh var í miðskóla og þegar hann stundaði nám við Yale-há­skóla á ní­unda ára­tug síðustu ald­ar. Hann hef­ur hafnað ásök­un­un­um.

Ein af kon­un­um, Christ­ine Blasey Ford, bar vitni fyr­ir dóms­mála­nefnd­inni í gær. Að henn­ar sögn lokuðu Kavan­augh og ann­ar dreng­ur hana inni í her­bergi í par­tíi og reyndi Kavanaugh að koma fram vilja sín­um.

Ellefu fulltrúar repúblikana í nefndinni styðja tilnefningu Kavanaugh en tíu fulltrúar demókrata voru henni mótfallnir.

Þingmaður­inn Jeff Flake, sem á sæti í öld­unga­deild­inni fyr­ir Re­públi­kana­flokk­inn, lýsti yfir stuðningi við tillöguna en hann hafði áður sagt að hann væri óviss um hvað hann myndi gera.

Enn fremur lagði Flake til að atkvæðagreiðslu í öldungardeildinni yrði frestað þar til FBI hefði rannsakað ásakanirnar gegn Kavanaugh.

Öld­unga­deild Banda­ríkjaþings mun greiða at­kvæði um tillöguna í næstu viku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert