„Ég er aleinn í Hvíta húsinu“

Trump var umhugað um landamæravegginn á aðfangadag.
Trump var umhugað um landamæravegginn á aðfangadag. AFP

„Ég er aleinn (aumingja ég) í Hvíta húsinu að bíða eftir demókrötum,“ sagði Donald Trump Bandaríkjaforseti í færslu á Twitter í gær. Kvaðst hann vera að bíða eftir demókrötum til þess að gera nauðsynlegan samning um landamæraöryggi.

Segir hann að koma muni að því að viljaleysi demókrata til þess að semja muni kosta Bandaríkin meira en landamæraveggur myndi kosta.

Trump fór hamförum á Twitter á aðfangadag og var landamæraveggurinn meðal umfangsefna í færslunum. Skrifaði forsetinn meðal annars að hann hafi rétt í þessu skrifað undir samning um stóran hluta veggsins í Texas.

„Næstum allir Demókratar sem við eigum við í dag studdu landamæravegg eða girðingu. Það var ekki fyrr en ég gerði það að stóru kosningaloforði, vegna þess að fólk og fíkniefni streymdu óhindrað inn í landið, að fólk snerist gegn því.“



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert