Kayla drapst eftir stutt veikindi

AFP

Þrjátíu ára gamall háhyrningur drapst í gær eftir stutt veikindi í SeaWorld-garðinum í Orlando. 

Kayla, sem fæddist í garði Texas árið 1988, var ein 20 hvala sem enn eru í garði fyrirtækisins. Í tilkynningu frá SeaWorld kemur fram að heilsu Kayla hafi hrakað á sunnudag en starfsmenn urðu þess fyrst varir á laugardag að hún væri slöpp. Ekki er vitað hvað varð henni að aldurtila en hún verður krufin, að því er segir í frétt BBC.

Yfirleitt verða háhyrningskýr um 50 ára gamlar en geta orðið allt að 80-90 ára. Dýraverndunarsamtök segja að lífslíkur háhyrninga sem er haldið föngnum séu mun styttri en þeirra sem eru frjálsir í náttúrunni. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert